Meðal hins helsta sem var á dagskrá fundar norrænu forsætisráðherranna fyrr í vikunni var baráttan gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, sem hefur orðið æ víðtækari á Norðurlöndum síðustu misseri. Morgunblaðið innti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra eftir því hvað borið hefði hæst
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Meðal hins helsta sem var á dagskrá fundar norrænu forsætisráðherranna fyrr í vikunni var baráttan gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, sem hefur orðið æ víðtækari á Norðurlöndum síðustu misseri. Morgunblaðið innti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra eftir því hvað borið hefði hæst.
„Það var rætt mjög opinskátt að alþjóðleg glæpastarfsemi hefur skotið rótum í Svíþjóð, en teygir angana víðar og því hefur samstarf Norðurlandaþjóða á þessu sviði verið
...