Tillaga um breytingar á Helsinkisamningnum, sem er eins konar stjórnarskrá um norrænt samstarf, var samþykkt á 76. þingi Norðurlandaráðs, sem lauk í Reykjavík í gær. Þingið fer með æðsta ákvörðunarvaldið innan norræns þingsamstarfs og þar koma saman …
Sviðsljós
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Tillaga um breytingar á Helsinkisamningnum, sem er eins konar stjórnarskrá um norrænt samstarf, var samþykkt á 76. þingi Norðurlandaráðs, sem lauk í Reykjavík í gær.
Þingið fer með æðsta ákvörðunarvaldið innan norræns þingsamstarfs og þar koma saman bæði þingfulltrúar Norðurlandaráðs og ráðherrar úr ríkisstjórnum á Norðurlöndum. Yfirskrift þingsins í ár var Friður og öryggi á norðurslóðum.
Mikil samstaða
Meðal þess sem þingið leggur til að breyta er hverjir eiga aðild að samningnum. Í dag eiga ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar aðild en þingið leggur til að ríkisstjórnir ríkjanna breyti samningnum á þann veg að þátttaka
...