Afrán hvala er um 3,3 milljónir tonna af fiski, sem er tvöfalt til þrefalt meira en heildarveiði íslenska fiskiskipaflotans.
Svanur Guðmundsson
Svanur Guðmundsson

Svanur Guðmundsson

Umræða um áhrif hvala á fiskistofna er orðin áleitin hér á landi, einkum þegar horft er til loðnustofnsins sem gegnir stóru hlutverki í íslenskum efnahag og er einnig mikilvæg fæða bolfiska. Skipstjórarnir Birkir Hreinsson og Guðmundur Þ. Jónsson á Vilhelm Þorsteinssyni EA-11 vöruðu nýlega við því að fjölgun hvala gæti haft neikvæð áhrif á loðnustofninn og því hagsmuni byggðarlaga.

Ég hef áður skrifað greinar um þetta efni og bent á svipuð sjónarmið og skipstjórarnir varðandi aukinn ágang hvala og áhrif þeirra á nytjastofna við Ísland.

Sjónarmið skipstjóranna

Birkir og Guðmundur benda réttilega á að hvalir éta gríðarlegt magn af loðnu, sem hefur auðvitað áhrif á stærð loðnustofnsins og afkomu margra sjávarbyggða. Loðnubrestur dregur úr hagvexti og kemur

...