„Það verður mikið fjör hjá okkur í Leikfélagi Blönduóss í tilefni 80 ára afmælis félagsins, og við munum veita heiðursviðurkenningar til leikfélaga fyrir fórnfúst starf í gegnum árin, syngja lög úr leikritum, sýna brot úr gömlum leiksýningum…
1982 Jón Ingi Einarsson í danska gamanleikritinu Ævintýri á gönguför.
1982 Jón Ingi Einarsson í danska gamanleikritinu Ævintýri á gönguför. — Ljósmynd/Leikfélag Blönduóss

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Það verður mikið fjör hjá okkur í Leikfélagi Blönduóss í tilefni 80 ára afmælis félagsins, og við munum veita heiðursviðurkenningar til leikfélaga fyrir fórnfúst starf í gegnum árin, syngja lög úr leikritum, sýna brot úr gömlum leiksýningum og myndir, og spjalla og fá og okkur kaffi og með því,“ segir forynja félagsins, Eva Guðbjartsdóttir, en haldið verður upp á afmælið í Félagsheimili Blönduóss í dag milli kl. 13-17.

Leiklistarlíf frá 1897

...