Ekkert samráð var haft við kjörna fulltrúa um framkvæmdir, forgangsröðun eða upplýsingar um uppfærðar fjárhæðir í samgöngusáttmálanum fyrr en á kynningu sem haldin var degi áður en ritað var undir uppfærslu hans í ágúst á þessu ári. Var þá búið að gera meiriháttar breytingar og gildistími sáttmálans framlengdur til ársins 2040. Fjárhagsáætlun, sem nam upphaflega 120 milljörðum þegar sáttmálinn var undirritaður 2019, hljóðar nú upp á 311 milljarða króna. Þá hefur framkvæmdum einstakra verkefna verið hliðrað til og kostnaður við rekstur almenningssamgangna fer úr 10 milljörðum í rúmlega 17 milljarða á ári. Þetta kemur fram í bókun tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Magnúsar Arnar Guðmundssonar formanns bæjarráðs og Svönu Helenar Björnsdóttur, á fundi bæjarráðs Seltjarnarness sem haldinn var á mánudag.
„Það er í besta falli óþægilegt að vera sett í slíka stöðu og fá þá skýringu að um sé að
...