Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), segir ríkissjóð hafa fengið sitt til baka og rúmlega það vegna þeirra hlutdeildarlána sem hafa verið gerð upp til þessa
Byggt í borginni Hluti hlutdeildarlána hefur verið greiddur upp að undanförnu. Sumir hafa hagnast.
Byggt í borginni Hluti hlutdeildarlána hefur verið greiddur upp að undanförnu. Sumir hafa hagnast. — Morgunblaðið/Eyþór

Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), segir ríkissjóð hafa fengið sitt til baka og rúmlega það vegna þeirra hlutdeildarlána sem hafa verið gerð upp til þessa.

Hlutdeildarlán eru vaxtalaus og ætluð eigna- og tekjulágum sem ella gætu ekki keypt íbúð. Slík lán eru jafnan veitt fyrir 20% af kaupverði eignar en á móti leggur kaupandinn fram 5% eigið fé. Þrír fjórðu hlutar kaupverðsins eru svo fjármagnaðir með hefðbundnu íbúðaláni. Fyrstu kaupendur og fólk sem hefur ekki verið skráð fyrir íbúð í fimm ár eiga kost á hlutdeildarlánum. Endurgreiða þarf lánin innan 25 ára eða við sölu íbúðar.

Húsnæðissjóður veitir hlutdeildarlánin í

...