Það dregur til tíðinda í nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Fylgi Samfylkingar dalar talsvert, en hins vegar sækir Viðreisn talsvert í sig veðrið.
Rétt er að taka fram að vikmörk í könnuninni eru há, um 4-5% hjá efstu flokkum. Þannig er ekki marktækur munur á fylgi Viðreisnar og Samfylkingar innbyrðis og raunar ekki heldur marktækur munur á Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Miðflokki.
Án þess að nokkuð sé unnt að fullyrða um fylgishreyfingar virðist fylgisaukning Viðreisnar á kostnað Samfylkingar, þótt hún komi bersýnilega víðar að, en eins virðist fylgisaukning Sjálfstæðisflokks koma lóðbeint frá Miðflokki.
Það ætti e.t.v. ekki að koma á óvart, stefnumál Miðflokks eru mjög áþekk málflutningi Sjálfstæðisflokks, slagorðin jafnvel samhljóða. Eins sækir Samfylking í smiðju Viðreisnar, t.d. með heitstrengingu um vörn almannahagsmuna gagnvart sérhagsmunum.
Falli bæði Vinstri grænir og Píratar
...