Morgunblaðið er 111 ára gamalt í dag, en um leið lýkur Hringferð blaðsins, sem hófst í tilefni 110 ára afmælisins fyrir ári. Á því ferðalagi voru tekin viðtöl við 110 forvitnilega Íslendinga um land allt.
Hringferðin hófst á Hótel Holti fyrir ári, en Ólafur Ragnar Grímsson fv. forseti var fyrsti viðmælandinn. Henni lauk á sama stað og hún hófst, með samtali við annan fv. forseta, Guðna Th. Jóhannesson, en lesa má útdrátt úr því á síðu 8 í Sunnudagsmogganum í dag.
Guðni árnaði Morgunblaðinu allra heilla og þakkaði samfylgdina sem forseti en þó ekki síður sem sagnfræðingur, því blaðið væri sú prentaða heimild sem sér kæmi að mestu gagni í sagnfræðirannsóknum.
Hann lítur með ánægju til tímans á forsetastóli og segir árin átta á Bessastöðum hafa verið góðan
...