Fyrir tæplega 20 árum var auglýstur stórdansleikur í Úthlíð í Biskupstungum. „Hljómsveitin Blek og byttur mætir í Réttina á laugardaginn og heldur dansleik fyrir þroskað fólk með góðan tónlistarsmekk,“ kynnti Ferðaþjónustan Úthlíð
Blek og byttur Ekkert í tónlist er sveitinni óviðkomandi og um 160 lög eru á lagalistanum. Frá vinstri: Þorkell Jóelsson, Hilmar Örn Agnarsson, Örlygur Benediktsson, Jóhann Ingi Stefánsson, Hermann G. Jónsson og Karl Hallgrímsson.
Blek og byttur Ekkert í tónlist er sveitinni óviðkomandi og um 160 lög eru á lagalistanum. Frá vinstri: Þorkell Jóelsson, Hilmar Örn Agnarsson, Örlygur Benediktsson, Jóhann Ingi Stefánsson, Hermann G. Jónsson og Karl Hallgrímsson.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fyrir tæplega 20 árum var auglýstur stórdansleikur í Úthlíð í Biskupstungum. „Hljómsveitin Blek og byttur mætir í Réttina á laugardaginn og heldur dansleik fyrir þroskað fólk með góðan tónlistarsmekk,“ kynnti Ferðaþjónustan Úthlíð. Sveitin er enn við sama heygarðshornið og kemur víða við.

„Við erum í fullu fjöri og höldum okkar árlega sveitaball í Trékyllisvík á Ströndum á hátíðinni Nábrókinni um hverja verslunarmannahelgi,“ segir forsprakkinn Þorkell Jóelsson, sem var hornleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands í 36 ár en hætti fyrir nokkrum árum og fór á eftirlaun. Þorrablót Dalsbúa í Mosfellsbæ í janúar sé fastur liður, en annars láti þeir lítið fyrir sér fara. Mæti samt þegar kallið kemur. „Við viljum ekki gera of mikið en það kemur

...