Það gengur margt á í kosningabaráttu á hverjum tíma – flest af því málefnalegt, annað fyndið og skemmtilegt en svo fellur sumt í flokk tragíkómíkur. Tvö nýleg dæmi koma upp í hugann. Formaður Sjálfstæðisflokksins birti langt myndband á dögunum …
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Það gengur margt á í kosningabaráttu á hverjum tíma – flest af því málefnalegt, annað fyndið og skemmtilegt en svo fellur sumt í flokk tragíkómíkur. Tvö nýleg dæmi koma upp í hugann.

Formaður Sjálfstæðisflokksins birti langt myndband á dögunum þar sem hann sat í gróðurhúsi í Garðabæ og skar út grasker. Ef menn héldu út til enda þá snéri hann graskerinu við og þar stóð „Vinstri stjórn“ sem var að sögn formannsins það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslenska þjóð.

Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum,

...

Höfundur: Bergþór Ólason