Þorsteinn greiðir 383.280 krónur á mánuði, í evrum 258.000. Skuldin er 64 milljónir króna og hækkar. Í evrum væri hún 42 milljónir og lækkaði.
Ole Anton Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt

Ole Anton Bieltvedt

Sigmundur Davíð boðar að Miðflokkurinn muni standa fyrir pólitík skynseminnar. Gott mál. Væntanlega þýðir það að Miðflokkurinn muni beita skynsemi forustu og fylgjenda – en þó fyrst og fremst skynsemi Sigmundar sjálfs – til að skapa sem best, lýðræðislegast og öruggast velferðarþjóðfélag, þar sem mest möguleg velsæld landsmanna verði tryggð.

Nú er það svo að skynsemi Sigmundar Davíðs virðist ganga út á að krónan sé og verði okkar ákjósanlegasti gjaldmiðill. Sigmundur lét utanríkisráðherra sinn, Gunnar Braga Sveinsson, tilkynna ESB 12. mars 2015 að „Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja ESB“. Án fullrar aðildar að ESB fæst ekki evra. Sem sagt: krónan skyldi gilda. Skynsemi Sigmundar segir honum að krónuhagkerfið sé flott. Það eina rétta.

Hið sanna og rétta

...