Ole Anton Bieltvedt
Sigmundur Davíð boðar að Miðflokkurinn muni standa fyrir pólitík skynseminnar. Gott mál. Væntanlega þýðir það að Miðflokkurinn muni beita skynsemi forustu og fylgjenda – en þó fyrst og fremst skynsemi Sigmundar sjálfs – til að skapa sem best, lýðræðislegast og öruggast velferðarþjóðfélag, þar sem mest möguleg velsæld landsmanna verði tryggð.
Nú er það svo að skynsemi Sigmundar Davíðs virðist ganga út á að krónan sé og verði okkar ákjósanlegasti gjaldmiðill. Sigmundur lét utanríkisráðherra sinn, Gunnar Braga Sveinsson, tilkynna ESB 12. mars 2015 að „Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja ESB“. Án fullrar aðildar að ESB fæst ekki evra. Sem sagt: krónan skyldi gilda. Skynsemi Sigmundar segir honum að krónuhagkerfið sé flott. Það eina rétta.