Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna.
Kristrún Frostadóttir
Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna. Kostnaðurinn við að lifa venjulegu lífi hefur rokið upp úr öllu valdi á Íslandi. Það er of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og það er meira að segja of dýrt að kaupa í matinn hérna. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust hjá þjóðinni í kosningunum þann 30. nóvember.
Leyfum þeim ekki að afvegaleiða umræðuna
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði – og með því að þyngja skattbyrði venjulegs vinnandi fólks, jafnt og þétt, frá árinu 2013. Það er löngu ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna.
Leyfum Sjálfstæðisflokknum ekki að afvegaleiða umræðuna
...