Ljóst var í gærmorgun að forseti Moldóvu, Maia Sandu, hefði tryggt sér endurkjör í seinni umferð forsetakosninganna þar í landi, en hún hlaut 929.964 atkvæði, eða 55,34% af gildum atkvæðum. Mótframbjóðandi hennar, Alexander Stoianoglo, hlaut 750.644 atkvæði, eða sem nam um 44,67% af gildum atkvæðum
Moldóva Maia Sandu sést hér fagna ásamt stuðningsmönnum sínum í fyrrinótt þegar bráðabirgðaniðurstöður lágu fyrir í forsetakosningunum.
Moldóva Maia Sandu sést hér fagna ásamt stuðningsmönnum sínum í fyrrinótt þegar bráðabirgðaniðurstöður lágu fyrir í forsetakosningunum. — AFP/Daniel Mihailescu

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Ljóst var í gærmorgun að forseti Moldóvu, Maia Sandu, hefði tryggt sér endurkjör í seinni umferð forsetakosninganna þar í landi, en hún hlaut 929.964 atkvæði, eða 55,34% af gildum atkvæðum. Mótframbjóðandi hennar, Alexander Stoianoglo, hlaut 750.644 atkvæði, eða sem nam um 44,67% af gildum atkvæðum.

Kosningarnar voru haldnar í skugga Úkraínustríðsins, en Stoianoglo var frambjóðandi moldóvska Sósíalistaflokksins, sem hefur lýst yfir stuðningi við að landið halli sér frekar að Rússum en Evrópusambandinu. Þá hafa Rússar verið sakaðir um tilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit kosninganna Stoianoglo í vil.

Sandu vann kosningarnar ekki síst vegna stuðnings Moldóva sem búa utan heimalands síns, en meirihluti þeirra kjósenda sem enn eru búsettir í Moldóvu studdi Stoianoglo. Naut hann ekki síst stuðnings í dreifbýli og í Transnistríu, þar sem

...