Enginn þeirra flokka, sem telja má örugga um þingsæti miðað við skoðanakannanir, sækir fylgi sitt í jöfnum mæli til allra eða flestra kjördæmanna sex. Eins má greina töluverðan mun á fylgi stjórnmálaflokka þegar það er greint eftir þjóðfélagshópum eftir kyni, aldri, stétt, tekjum eða búsetu.
Hér að ofan má sjá dæmi um það samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í síðustu viku, en þó með þeim fyrirvara að svör í hverju kjördæmi eru ekki ýkja mörg.
Margt af því kemur ekki verulega á óvart; vitað er að sumir flokkar sækja fremur fylgi til dreifbýlis en aðrir fremur til höfuðborgarsvæðisins. Þó má sjá athyglisverðar undantekningar eins og í Suðurkjördæmi, kjördæmi formannsins og spútniksins Höllu Hrundar Logadóttur, þar sem Framsókn fær mun minna fylgi en í Norðurkjördæmunum tveimur.
Flestir flokkar höfða eindregið til annars kynsins frekar en hins. Að nokkru endurspeglar það – líkt og víðast á Vesturlöndum – að konur eru líklegri til að kjósa
...