Alþingiskosningar eru handan við hornið. Kjósendur standa frammi fyrir vali á milli fjölda flokka sem lofa öllu fögru ef þeir verða kosnir til valdsins. Hvað ætli sé að marka þennan loforðaflaum nú frekar en áður? Flokkur fólksins hefur lagt fram…
Inga Sæland
Inga Sæland

Alþingiskosningar eru handan við hornið. Kjósendur standa frammi fyrir vali á milli fjölda flokka sem lofa öllu fögru ef þeir verða kosnir til valdsins. Hvað ætli sé að marka þennan loforðaflaum nú frekar en áður?

Flokkur fólksins hefur lagt fram fleiri þingmannamál á Alþingi en nokkur annar þingflokkur

Þegar Alþingi var sett hinn 10. september sl. lagði Flokkur fólksins fram 73 þingmannamál, þ.e. frumvörp og þingsályktunartillögur. Á þeim stutta tíma sem leið frá þingsetningu fram að þingrofi tókst okkur að mæla fyrir 19 þingmálum og koma þeim í umsagnarferli. Á hverjum einasta þingvetri þessa kjörtímabils hafa þingmenn Flokks fólksins lagt fram fleiri þingmannamál en nokkur annar þingflokkur. Við vorum kjörin til að berjast gegn fátækt og hvers konar misrétti og það höfum við verið að gera hvern dag á Alþingi með almannahag að leiðarljósi.

...

Höfundur: Inga Sæland