Útlit er fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði til muna minni á næsta ári en áætlað var þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram vegna minnkandi umsvifa í efnahagslífinu. Samkvæmt endurmati fjármála- og efnahagsráðuneytisins er nú gert ráð fyrir um 20,7 milljarða kr

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Útlit er fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði til muna minni á næsta ári en áætlað var þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram vegna minnkandi umsvifa í efnahagslífinu. Samkvæmt endurmati fjármála- og efnahagsráðuneytisins er nú gert ráð fyrir um 20,7 milljarða kr. lægri heildartekjum á árinu 2025 en áætlað var þegar frumvarpið var lagt fram. Á hinn bóginn lækka útgjöldin um 3,1 milljarð frá áætlun frumvarpsins.

Ráðuneytið hefur kynnt fjárlaganefnd endurmat á afkomu ríkissjóðs í ljósi nýrrar þjóðhagsspár ásamt tillögum um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir aðra umræðu og var fjallað um þær á fundi fjárlaganefndar í gær.

Vegna þessa er nú útlit fyrir að hallinn á ríkissjóði verði 17,6 milljörðum kr. meiri á næsta ári

...