Krókaveiði strandveiðibáta ógnar ekki fiskistofnum. Rök skortir því fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða.
Eyjólfur Ármannsson
Eyjólfur Ármannsson

Eyjólfur Ármannsson

Frá því að kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og stundum mun meira, en síðan það tók gildi heyrir til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn.

Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni myndum við efla fiskistofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt.

Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins

...