Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, fékk í gær afhentan fyrsta Bláa trefilinn sem seldur er til fjáröflunar í baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum. Það er krabbameinsfélagið Framför sem stendur að sölu nælunnar og verður …
Barátta gegn krabbameini Guðmundur Páll Ásgeirsson hjá félaginu Framför lét Björn Skúlason forsetamaka fá fyrsta Bláa trefilinn í gær.
Barátta gegn krabbameini Guðmundur Páll Ásgeirsson hjá félaginu Framför lét Björn Skúlason forsetamaka fá fyrsta Bláa trefilinn í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, fékk í gær afhentan fyrsta Bláa trefilinn sem seldur er til fjáröflunar í baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum.

Það er krabbameinsfélagið Framför sem stendur að sölu nælunnar og verður hún til sölu í apótekum Lyfju, Lyfja og heilsu, Apótekaranum og á bensínstöðvum N1 og Olís auk vefsíðunnar www.blaitrefillinn.is
þar sem nánari upplýsingar er einnig að finna.

Sérblað um átaksverkefnið Bláa trefilinn fylgdi Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að því er ætlað að skapa körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli, þeirra mökum og aðstandendum meiri lífsgæði. Meðal dagskrárliða í tengslum við átakið er að árleg ganga Bláa trefilsins verður í Heiðmörk sunnudaginn 10. nóvember. Hinn 16. nóvember verður svo vinnusmiðja fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka

...