Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi deiliskipulag fyrir reit við Holtsgötu og Brekkustíg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrr á þessu ári.
Segir nefndin m.a. að ekki verði séð að sett hafi verið fram sterk rök um hvernig ný byggð, sem þar er fyrirhuguð, samræmist markmiðum borgarverndarstefnu.
Samkvæmt uppýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur er málið til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa. Gera má ráð fyrir að vinna þurfi nýtt deiliskipulag og hefja nýtt ferli. » 6