Við verðum að búa til verðmæti með atvinnu. Við stjórnum ekki duttlungum náttúrunnar en mannanna verkum getum við ráðið.
Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson

Haraldur Benediktsson

Það er ekki hægt annað en að kalla skerðingar á afhendingu raforku afkomubrest fyrir þau samfélög sem byggja á m.a. nýtingu raforku. Á síðastliðnu ári var gripið til skerðinga á afhendingu raforku og afleiðing þess var að fyrirtæki þurftu að minnka framleiðslu og skerða um leið vinnutíma og tekjumöguleika fólks.

Þó skal tekið fram að fyrirtækin á Grundartanga leituðust við að milda slíkt gagnvart starfsfólki sínu. Nú hafa enn verið boðaðar skerðingar á afhendingu orku á komandi vetri og leiða má líkur að því að slíkt geti orðið viðvarandi ástand næstu ár. Það fer þó að sjálfsögðu eftir árferði og að einhverju leyti eftir duttlungum náttúrunnar.

Við þekkjum vel áhrif af aflabresti, loðnuvertíð bregst og byggðarlög sem tengjast loðnuveiðum finna mjög fyrir slíkri stöðu, að ekki sé

...