Landsréttur Dómur staðfestur yfir Reyni Traustasyni og Mannlífi.
Landsréttur Dómur staðfestur yfir Reyni Traustasyni og Mannlífi. — Morgunblaðið/Ómar

Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá 2023 yfir Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs og Sólartúni ehf., útgáfu miðilsins.

Málið var höfðað af Atla Viðari Þorsteinssyni vegna greinar, sem Mannlíf birti um lát bróður hans. Í henni var í leyfisleysi tekið orðrétt upp efni úr minningargrein hans um bróðurinn í Morgunblaðinu, en án þess að geta höfundar.

Reynir og Mannlíf voru dæmd fyrir brot á sæmdarrétti mannsins og bæri því að greiða honum 300.000 kr. auk vaxta í miskabætur og standa straum af birtingu dómsorðsins í Morgunblaðinu. Þá voru Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, dæmdar 50.000 kr. auk vaxta vegna höfundarréttarbrots.