Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hafði 295 kjörmenn á bak við sig í gær og bætti við sig 16 kjörmönnum milli daga. Kamala Harris frambjóðandi Demókrata var með 226 kjörmenn í gærkvöldi og bætti aðeins við sig tveimur kjörmönnum milli daga
Hvíta húsið Joe Biden forseti ávarpaði þjóðina frá Hvíta húsinu í gær og hét friðsamlegum valdaskiptum.
Hvíta húsið Joe Biden forseti ávarpaði þjóðina frá Hvíta húsinu í gær og hét friðsamlegum valdaskiptum. — AFP/Saul Loeb

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hafði 295 kjörmenn á bak við sig í gær og bætti við sig 16 kjörmönnum milli daga. Kamala Harris frambjóðandi Demókrata var með 226 kjörmenn í gærkvöldi og bætti aðeins við sig tveimur kjörmönnum milli daga.

Repúblikanar hafa þegar tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tryggði flokkurinn sér þingmenn í Vestur-Virginíu, Ohio og Montana, en Demókratar áttu áður fulltrúa þeirra ríkja. Jim Justice, sem er ríkisstjóri í Vestu-Virginíu, sest í öldungadeildina fyrir Repúblikana, Bernie Moreno fyrir Ohio og Tim Sheehy tekur sæti fyrir Montanaríki. Repúblikanar voru síðast í meirihluta í öldungadeildinni árið 2018.

Með forskot í fulltrúadeildinni

Línurnar eru

...