Gert er ráð fyrir 716 milljóna króna afgangi af rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári, en áætlaðar heildartekur bæjarfélagsins verða 23 milljarðar króna. Útsvarstekjur verða tæpur helmingur þess. Staðan gefur möguleika á ýmsum framkvæmdum fyrir um fimm ma. kr. Á móti því koma tekjur af gatnagerð og slíku fyrir 1,3 ma.
Hækkun á gjaldskrám þeirrar þjónustu sveitarfélagsins sem varðar börn verður 3,5% en aðrar gjaldskrár hækka almennt um 3,9%. Áætluð íbúafjölgun er 2% og gert er þá ráð fyrir að íbúar verði 13.789 í byrjun árs 2025.
Fjárfestingar ársins 2025 endurspegla þá miklu uppbyggingu sem er í bæjarfélaginu, auk þess sem áhersla er á viðhald eigna, sérstaklega í skólum og íþróttamannvirkjum, að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra. Nýr leikskóli verður tekinn í notkun í Helgafellshverfi á árinu og er hann ein stærsta einstaka fjárfestingin árið 2025, eða um 830 m.kr. Uppbygging Varmársvæðis vegna endurnýjunar á aðalvelli, framkvæmdir við nýja frjálsíþróttabraut og
...