Hagsmunir Íslendinga verða settir í fyrsta sæti ef Kári og Lýðræðisflokkurinn komast til valda. Kári segir mikla þjónkun við alþjóðastofnanir á Íslandi og að menn hafi lagst flatir gagnvart öllu sem kemur frá Evrópu í gegnum EES-samstarfið. „Við höfum svolítið framselt stjórn landsins eitthvað annað.“
Lýðræðisflokkurinn vill taka stjórn á landamærunum en Kári segir flóttamannastraum til Evrópu stórt vandamál sem blasi við öllum og vísar til ástandsins á Norðurlöndunum. „Við viljum stíga stór skref og taka upp vegabréfsáritun.“
Flokkurinn vill að horfið verði frá miðstýringu í öllum kerfum og haldið í átt að meira valfrelsi, sem fæst með meiri einkarekstri. „Við viljum aðskilja greiðslur fyrir þjónustuna og reksturinn.“