Tónlistin er alltumlykjandi og ljúfum tónum fylgir það að hafa hljóðfærin í lagi og rétt stillt. Jóhann Frímann Álfþórsson hefur stillt og gert við píanó frá því hann kom heim 1992 eftir að hafa útskrifast sem píanó- og sembalsmiður í Þýskalandi og segir nóg að gera
Nákvæmnisvinna Jóhann Álfþórsson kann listina að stilla píanó rétt.
Nákvæmnisvinna Jóhann Álfþórsson kann listina að stilla píanó rétt.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Tónlistin er alltumlykjandi og ljúfum tónum fylgir það að hafa hljóðfærin í lagi og rétt stillt. Jóhann Frímann Álfþórsson hefur stillt og gert við píanó frá því hann kom heim 1992 eftir að hafa útskrifast sem píanó- og sembalsmiður í Þýskalandi og segir nóg að gera. „Ég held að stöðugt fleiri læri og leiki á píanó, þökk sé okkar frábæru og stórkostlegu fyrirmyndum á tónlistarsviðinu,“ segir hann.

Jóhann ólst upp við tónlist á Seltjarnarnesi. Björg Bjarnadóttir móðir hans var lengi píanóleikari og báðar systur hans fetuðu í fótspor hennar. „Ég byrjaði ungur að glamra á píanóið heima,“ segir hann. Þegar móðir sín hafi verið píanóleikari í Ballettskóla Þjóðleikhússins hafi hann byrjað að spila með henni og þá hafi kviknað sú hugmynd að gera meira

...