„Húsnæðismarkaðurinn er eitt stærsta efnahagsmál hvers þjóðríkis,“ segir Lilja. Framsóknarflokkurinn hafi lagt ofuráherslu á aukið lóðaframboð. Húsnæðisverð fari ekki niður nema með miklu framboði húsnæðis að hennar sögn og minnist hún á …

„Húsnæðismarkaðurinn er eitt stærsta efnahagsmál hvers þjóðríkis,“ segir Lilja. Framsóknarflokkurinn hafi lagt ofuráherslu á aukið lóðaframboð. Húsnæðisverð fari ekki niður nema með miklu framboði húsnæðis að hennar sögn og minnist hún á talsvert margar lóðir í eigu ríkisins, sem verið sé að koma í byggingarhæft horf, í því sambandi.

Áfram ræðir hún framboð. „Með því að minnka framboðið af ríkisskuldum þá lækkarðu líka fjármögnunarkostnað ríkisins. Mitt erindi í stjórnmálunum og inn í næstu ríkisstjórn, ef af því verður, er að ná niður þessum háa fjármagnskostnaði Íslands.“ Lilja segir stöðuna sjaldan hafa verið betri þegar kemur að grunnstoðum hagkerfisins og lykilútflutningsgreinum en segir að það fáist ekki kredit fyrir það í þeim fjármögnunarkostnaði sem ríkið hefur verið að eiga við. Framsóknarflokkurinn vill virkja að sögn Lilju og segir hún það lykilatriði þess að hér

...