Þorsteinn Þorgeirsson
Margir Íslendingar urðu furðu lostnir og hálf miður sín þegar fréttir af sigri Donalds Trumps í bandarísku kosningunum bárust árla dags miðvikudaginn 6. nóvember. Til að átta sig á þessari niðurstöðu er brýnt að skoða undirstöðuatriði í bandarísku efnahags- og þjóðlífi.
Nýjar hugmyndir
Í grein í Morgunblaðinu 21. október sl. vakti ég máls á nýjum hugmyndum í hagfræði sem varða sköpun og skiptingu verðmæta í efnahagslífinu. Dr. Ravi Batra, prófessor við Southern Methodist-háskólann í Dallas, hefur þróað nýja kenningu sem byggist á þróun launa-framleiðnibilsins, eða launabilsins, sem er hlutfall vinnuaflsframleiðni og raunlauna, til að segja til um jafnvægi í efnahags- og fjármálalífinu, en einnig í samfélaginu. Dr. Batra segir þetta grundvallarsamband snerta flesta þætti þjóðlífsins.
...