Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi umdeilt deiliskipulag fyrir reit við Holtsgötu og Brekkustíg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrr á þessu ári.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðunum Holtsgötu 10 og 12 og Brekkugötu 16 með samtals allt að 15 íbúðum. Núverandi hús við Holtsgötu 10 og skúrar á lóðinni Brekkugötu 16 verði rifin.
Eigendur fasteigna við Holtsgötu 13 og Öldugötu 47 kærðu deiliskipulagið til úrskurðarnefndarinnar. M.a. var bent á að á horni Brekkustígs og Holtsgötu sé að finna einu timburhúsin á reitnum, Brekkustíg 10 og Holtsgötu 10, sem standi stakstæð hvort á sínu götuhorni. Þessi hús séu þau einu sem eftir standi á reitnum af þeirri steinbæja- og timburhúsabyggð sem reis þar í byrjun 20. aldar. Gamli Vesturbærinn njóti hverfisverndar samkvæmt aðalskipulagi og samkvæmt markmiðum og ákvæðum um hverfisvernd eigi að varðveita og styrkja einkenni og heildaryfirbragð
...