Lottó Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu var 25-faldur í vikunni.
Lottó Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu var 25-faldur í vikunni. — Morgunblaðið/Karítas

Stíflan brast í Víkingalottóinu í fyrrakvöld þegar fyrsti vinningur gekk loksins út. Það var heppinn Norðmaður sem nældi sér í tæplega 3,7 milljarða króna. Annar vinningur féll sömuleiðis í skaut heppnum Norðmanni en hann hljóðaði upp á 1.560 milljónir. Þrír Íslendingar fengu þriðja vinning og fékk hver um sig rúmlega 1,3 milljónir króna. Allir miðarnir voru keyptir í áskrift.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hafði fyrsti vinningur í Víkingalottóinu ekki gengið út síðan 15. maí síðastliðinn. Aldrei fyrr hefur svo langur tími liðið án þess að vinningurinn hafi gengið út. Þegar dregið var í fyrrakvöld, eftir að Morgunblaðið fór í prentun, var fyrsti vinningur 25-faldur. Vinningurinn hefur einu sinni náð að verða 24-faldur en það gerðist einmitt í byrjun þessa árs.

Fram kom í viðtali við Pétur Hrafn Sigurðsson,

...