— Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar, Jón Þór Víglundsson, segir umfang verkefna björgunarsveita landsins í minni kantinum miðað við hvassviðri gærdagsins. Þó að landsmenn hafi sloppið ágætlega að sinni sé ekki þar með sagt að svo verði næst þegar hvessir.

„Við get­um notað þenn­an hvell sem síðustu áminn­ingu um að ganga nú al­menni­lega frá öll­um lausa­mun­um fyr­ir vet­ur­inn.“

Appelsínugular og gular viðvaranir voru í gildi fyr­ir vest­an-, norðan- og aust­an­vert landið vegna suðvest­anstorms. Hvass­ast var í Mikladal þar sem vindur var um 32,5 metrar á sekúndu.

Björgunarmenn sátu þó ekki aðgerðalausir þrátt fyrir tiltölulega rólegan dag en ýmsir lausamunir tóku að fjúka bæði um morguninn og síðdegis. Nokkuð var um trampólín og þakplötur á flugi og jafnvel svalir sem voru við það að liðast í sundur.

„Það að trampólín sé að fjúka þegar komið er fram í nóv­em­ber er merki um að ein­hver hafi sofið á verðinum,“ segir Jón

...