Tveggja daga fundur Evrópuleiðtoga hófst í Búdapest í Ungverjalandi í gær þar sem farið er yfir stöðuna í Evrópu. Forsetaskipti í Bandaríkjunum í janúar geta þýtt breytingar á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu og þar með stöðuna í Evrópu, en…
— AFP/Ludovic Marin

Tveggja daga fundur Evrópuleiðtoga hófst í Búdapest í Ungverjalandi í gær þar sem farið er yfir stöðuna í Evrópu. Forsetaskipti í Bandaríkjunum í janúar geta þýtt breytingar á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu og þar með stöðuna í Evrópu, en Selenskí sagðist vona að tenging ríkjanna héldi áfram að vera sterk og biðlaði til komandi forseta: „Við vonum að Bandaríkin verði sterkari. Þetta er sú tegund Ameríku sem Evrópa þarfnast og sterk Evrópa er það sem Ameríka þarfnast.“

Leiðtogar Evrópu ræddu um stöðu Evrópu, ekki síst í ljósi stjórnmálaástandsins í Þýskalandi. Forseti Finnlands, Petteri Orpo, sagði að Evrópa þyrfti sterka sameinaða stjórn í Þýskalandi og óvissan sem fylgdi forsetaskiptum vestanhafs ætti að þétta samstöðu Evrópuríkjanna enn frekar.