Um 100 þúsund bíleigendur hafa nú fengið tölvupóst frá Skattinum þar sem þeim er tilkynnt að opnað hafi verið fyrir skráningu kílómetrastöðu bensín- og dísilbíla. Alls munu 270 þúsund bíleigendur fá slíka sendingu
Akstur Skatturinn vill nú fá skráningu á akstri bensín- og dísilbíla.
Akstur Skatturinn vill nú fá skráningu á akstri bensín- og dísilbíla. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Um 100 þúsund bíleigendur hafa nú fengið tölvupóst frá Skattinum þar sem þeim er tilkynnt að opnað hafi verið fyrir skráningu kílómetrastöðu bensín- og dísilbíla. Alls munu 270 þúsund bíleigendur fá slíka sendingu.

Í bréfinu segir að umráðamenn bensín- og dísilbíla í flokki fólksbifreiða og sendibifreiða geti nú skráð kílómetrastöðu bíla sinna og rakið hvernig staðið skuli að því. Margir hafa furðað sig á að Skatturinn skuli ætlað að

...