Utankjörfundarkosning fyrir komandi þingkosningar hófst sl. fimmtudag og fór kröftuglega af stað, að sögn Sigríðar Kristinsdóttur, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis í gær höfðu hátt í 1.000 kjósendur skilað afkvæði sínu hjá sýslumönnum eða alls 951 á landsvísu. Á höfuðborgarsvæðinu hafði 581 kosið í Holtagörðum á fimmtudag og föstudag.
Sigríður segir þetta fara mjög vel af stað, og betur en fyrir síðustu kosningar. Hafa beri í huga að kosning utan kjörfundar hefjist núna aðeins 23 dögum fyrir kosningar en jafnan sé þetta tímabil sex vikur. bjb@mbl.is