Sósíalistaflokkurinn fengi 6,7% atkvæða skv. skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið í vikunni. Það er ríflega helmings fylgisaukning frá liðinni viku og marktæk breyting, sem myndi færa flokknum fjögur þingsæti

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Sósíalistaflokkurinn fengi 6,7% atkvæða skv. skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið í vikunni. Það er ríflega helmings fylgisaukning frá liðinni viku og marktæk breyting, sem myndi færa flokknum fjögur þingsæti.

Hins vegar er fylgi Vinstri-grænna enn blýfast í 2,6% og að óbreyttu fellur flokkurinn af þingi.

Fylgisbreytingar annarra eru innan vikmarka fyrri viku, mismiklar þó. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með aðeins 12,3% en var síðast með 14,1%.

Samfylking lækkar áfram flugið, fær 21,6% en hafði 26,3%

...