Kirkjan er eitt helsta kennileitið.
Kirkjan er eitt helsta kennileitið.

Kirkjuklukkur Notre Dame-dómkirkjunnar í París ómuðu í gær yfir borginni í fyrsta skipti frá brunanum mikla árið 2019. Kirkjan stórskemmdist í eldsvoða og hrundi meðal annars hinn tignarlegi tréturn í hamförunum.

Alls eru átta kirkjuklukkur í Notre Dame og skömmu fyrir klukkan hálfellefu í gærmorgun byrjaði sú fyrsta að óma. Fáeinum mínútum síðar voru allar átta farnar af stað og stóð klukknaómurinn yfir í um fimm mínútur.

Fréttaveita AFP greinir frá því að margir nærstaddra hafi staðnæmst á ferð sinni og lagt við hlustir. Sá sem fer fyrir endurgerð kirkjuturnsins segir enn þörf á að stilla klukkurnar. Þær hafi vissulega hljóm­að hátt en þörf sé á fínstillingu til framtíðar.

„Tilfinningar voru í hámarki, ég neita því ekki. Það var sem dómkirkjan kallaði yfir borgina: Ég er hér ásamt ykkur,“ hefur AFP eftir einum af þeim sem þátt taka í endurreisn dómkirkjunnar.

Yfir 250 fyrirtæki og hundruð sérfræðinga hafa komið að viðgerðum eftir brunann

...