„Ég er kominn aftur,“ lýsti tónlistarmaðurinn Floni yfir í upphafslaginu á annarri breiðskífu sinni árið 2019. Hálfur áratugur er liðinn síðan og nú hefur Friðrik Jóhann Róbertsson loksins gefið út þriðju og síðustu breiðskífuna í þríleiknum sínum: Flona 3
Agnar Már Másson
agnarmar@mbl.is
„Ég er kominn aftur,“ lýsti tónlistarmaðurinn Floni yfir í upphafslaginu á annarri breiðskífu sinni árið 2019. Hálfur áratugur er liðinn síðan og nú hefur Friðrik Jóhann Róbertsson loksins gefið út þriðju og síðustu breiðskífuna í þríleiknum sínum: Flona 3.
„Ég myndi lýsa henni sem mjög tilfinningamikilli og djúpri,“ segir Friðrik um nýju plötuna í samtali við Morgunblaðið. Þegar hann er beðinn að kjarna nýja verk sitt í nokkrum orðum verða „raunveruleiki“ og „sársauki“ m.a. fyrir valinu. Það reyndist á tímum erfitt að semja Flona 3, segir Friðrik. Það hafi tekið á að berskjalda sig svona mikið á plötunni en þá hafi verið gott að eiga trausta vini að.
Það
...