Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ákveðið að endurskoða starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur.
Ástæðan er sú að mengun frá starfseminni er meiri en búast mátti við þegar leyfið var gefið út í júní árið 2021, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu.
Að lokinni endurskoðun verður tillaga að endurskoðuðum starfsleyfisskilyrðum auglýst á vefsvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í fjórar vikur. Á þeim tíma getur hver sem vill sent Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur athugasemdir.