Þegar fylgi stjórnmálaflokka í nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið er reiknað niður á þingsæti kemur á daginn að fjöldi þingflokka helst óbreyttur, Píratar tóra og Sósíalistar komast inn í stað Vinstri-grænna, sem virðist þrotið erindið

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Þegar fylgi stjórnmálaflokka í nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið er reiknað niður á þingsæti kemur á daginn að fjöldi þingflokka helst óbreyttur, Píratar tóra og Sósíalistar komast inn í stað Vinstri-grænna, sem virðist þrotið erindið.

Fylgisaukning Sósíalista milli vikna er veruleg og marktæk, það jókst um liðlega helming og færir flokknum fjóra þingmenn. Vel má vera að það aukist enn ef stuðningsmenn Vinstri-grænna verða vondaufari.

...