Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson

Það mun væntanlega koma í hlut Bjarna Jónssonar að fara síðustu utanförina á vegum Alþingis á þessu kjörtímabili.

Á vef þingsins kemur fram að Bjarni muni sækja fund stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins sem fram fer föstudaginn 29. nóvember, daginn fyrir kjördag. Fundurinn fer fram í Lúxemborg. Sem kunnugt er missa núverandi þingmenn umboð sitt í lok kjördagsins.

Þá mun Bjarni Jónsson einnig sitja ráðstefnu um Evrópuráðsþingið og NATO-þingið um mikilvægar stoðir lýðræðis sem fram fer í Róm mánudaginn 11. nóvember.

Þingmennirnir Birgir Þórarinsson og Jódís Skúladóttir sækja fund þingmannanefndar EES sem fram fer í Ósló dagana 21.–22. nóvember.

Birgir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jódís þingmaður Vinstri grænna. Bjarni er utan flokka eftir að hann sagði sig úr

...