Þegar fjölmiðlanefnd tilkynnti á dögunum um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla kom fram að þremur umsóknum hefði verið synjað.

Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá fjölmiðlanefnd að umsóknirnar sem synjað var hefðu borist frá Aflafréttum rokka ehf. Sandgerði, Kaffinu fjölmiðli ehf., netmiðli á Akureyri, og Spássíu ehf., sem gefur út héraðsfréttablaðið Norðurslóð á Dalvík.

Umsóknir þessara miðla hefðu ekki uppfyllt öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi skv. 62. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í greininni sem vísað er til eru talin upp fjölmörg atriði sem eru skilyrði fyrir stuðningi. sisi@mbl.is