Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi stendur í ströngu þessa dagana. Stórtónleikar til styrktar Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, verða haldnir í 20. sinn í Grafarvogskirkju næstkomandi fimmtudag, 14
Blóðsykursmæling Fjörgyn og Fold bjóða upp á mælingar á Bíldshöfða.
Blóðsykursmæling Fjörgyn og Fold bjóða upp á mælingar á Bíldshöfða.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi stendur í ströngu þessa dagana. Stórtónleikar til styrktar Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, verða haldnir í 20. sinn í Grafarvogskirkju næstkomandi fimmtudag, 14. nóvember. Árvekni gegn sykursýki er eitt af verkefnum Lions um allan heim og verða árlegar blóðsykursmælingar systurklúbbanna Fjörgynjar og Foldar í Húsgagnahöllinni á Bíldshöfða laugardaginn 16. nóvember.

„Stórtónleikarnir hafa verið helsta fjáröflun okkar,“ segir Þór Steinarsson, einn stofnfélaga Fjörgynjar árið 1990 og formaður verkefnanefndar. Hann bendir á að yfir 100 tónlistarmenn hafi lagt klúbbnum lið endurgjaldslaust og meðal annars hafi Ragnar Bjarnason, sem andaðist 2020, sungið á 14 tónleikum. „Einar Örn Magnússon, langafabarn

...