Lögreglan greip alls 447 sinnum til símahlustunar eða skyldra úrræða við rannsóknir mála að fengnum dómsúrskurðum á seinasta ári samkvæmt nýútkominni skýrslu embættis ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustunum og skyldum úrræðum
Löggæsla Lögreglan þarf margsinnis að leita til dómstóla til að fá úrskurð um að fá hlera síma sakborninga.
Löggæsla Lögreglan þarf margsinnis að leita til dómstóla til að fá úrskurð um að fá hlera síma sakborninga. — Morgunblaðið/Eggert

Ómar Fiðriksson

omfr@mbl.is

Lögreglan greip alls 447 sinnum til símahlustunar eða skyldra úrræða við rannsóknir mála að fengnum dómsúrskurðum á seinasta ári samkvæmt nýútkominni skýrslu embættis ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustunum og skyldum úrræðum.

Þetta er mikil fjölgun slíkra aðgerða frá árinu á undan þegar slíkar aðgerðir voru samtals 317 en hafa ber í huga við samanburð milli ára að úrskurðirnir geta verið fleiri en einn vegna rannsóknar sama málsins, til dæmis þegar um marga sakborninga er að ræða.

Ríkissaksóknari bendir líka á að þá kunni að vera að símahlustun í máli standi yfir í nokkurn tíma og hlustunin verið framlengd með úrskurðum í eitt eða fleiri skipti. „Nokkrir úrskurðir geta því verið tilkomnir vegna rannsóknar sama

...