Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Ferðalagið var lærdómsríkt og gefandi. Hugurinn hreinsast og í göngum skilur maður margar hugsanir eftir og kemur til baka endurnýjaður og tilbúinn í ný verkefni,“ segir Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur. Hann var í hópi ellefu Íslendinga sem á dögunum voru í Nepal í leiðangri á vegum Ferðasetursins. Gengu þar um Himalajafjöllin; um stíga, brekkur og dali allt upp í 5.400 metra hæð. Þar nærri eru grunnbúðir Mount Everest, staðurinn þar sem þau er ætla á heimsins hæsta tind leggja á brattann.

Íslenski hópurinn flaug utan þann 13. október og var eftir þriggja leggja flug kominn til Katmandú í Nepal eftir um 30 klukkstundir. Á flugvellinum í fjallaríkinu tók á móti Íslendingum nepölsk fjölskylda sem annaðist leiðsögnina. Einnig voru til taks burðarmenn

...