Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir nýja könnun Prósents vissulega vonbrigði. Hann fullyrðir hins vegar nokkuð kokhraustur að þetta verði ekki niðurstöður kosninganna
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir nýja könnun Prósents vissulega vonbrigði. Hann fullyrðir hins vegar nokkuð kokhraustur að þetta verði ekki niðurstöður kosninganna.
Bjarni er nýjasti gestur Spursmála þar sem leiðtogar flokkanna mæta nú hver á fætur öðrum og gera grein fyrir stefnu sinni og störfum. Þátturinn er allur aðgengilegur á mbl.is og eins er hægt að hlusta á hann á efnisveitum á borð við Spotify og Youtube.
Bjarni er spurður út í þá fullyrðingu Svandísar Svavarsdóttur að ekki hafi verið samið um frekari aðgerðir í málefnum hælisleitenda þegar Katrín Jakobsdóttir hvarf frá borði ríkisstjórnarinnar í vor.
...