Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast greina augljósa aukningu í netárásum að undanförnu og eru það hakkarahópar sem hliðhollir eru Moskvuvaldinu sem standa fyrir þeim, að því er AFP greinir frá. Til þessa hefur ekki tekist að valda miklu tjóni með…
Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast greina augljósa aukningu í netárásum að undanförnu og eru það hakkarahópar sem hliðhollir eru Moskvuvaldinu sem standa fyrir þeim, að því er AFP greinir frá.
Til þessa hefur ekki tekist að valda miklu tjóni með netárásum en flestar þeirra leiða til tímabundinna vandræða. Kóreumenn segjast búa yfir öflugum netöryggissveitum sem séu ávallt til taks.
„Hér áður fyrr voru netárásir Rússa gegn ríki okkar fremur handahófskenndar. En núna eru þær farnar að verða miklu reglubundnari og um leið alvarlegri. Við greinum breytingu eftir að hersveitir Norður-Kóreu voru sendar til aðstoðar Rússlandi,“ segir í tilkynningu frá Pjongjang-stjórninni.