Starfsmenn Faxaflóahafna, Sigurður Jökull Ólafsson og Jóhann Páll Guðnason, brugðu undir sig betri fætinum í vikunni og fóru að leita að heppilegu jólatré í Skorradalnum. Sigurður Jökull segir að eftir langa og mikla göngu um heiðar og skóga…
Skorradalur Viktor Steingrímsson, Sigurður Jökull Ólafsson og Aron Snær Fannarsson við Hamborgartréð.
Skorradalur Viktor Steingrímsson, Sigurður Jökull Ólafsson og Aron Snær Fannarsson við Hamborgartréð. — Ljósmynd/Jóhann Páll Guðnason

Starfsmenn Faxaflóahafna, Sigurður Jökull Ólafsson og Jóhann Páll Guðnason, brugðu undir sig betri fætinum í vikunni og fóru að leita að heppilegu jólatré í Skorradalnum.

Sigurður Jökull segir að eftir langa og mikla göngu um heiðar og skóga uppsveita Borgarfjarðar hafi þeir loks fundið fallegt 14 metra hátt grenitré.

„Eftir mælingar og úttektir Viktors Steingrímssonar og Arons Snærs Fannarssonar, skógarhöggsmanna hjá Landi og skógum í Skorradal, voru allir sammála að þetta yrði Hamborgartréð sem ætti eftir að prýða Miðbakkann, öllum til gleði og yndisauka sem heimsækja Gömlu höfnina yfir hátíðarnar,“ segir Sigurður.

Hamborgartréð á sér langa sögu sem nær allt aftur til ársins 1965. Í ár munu ljósin á trénu verða tendruð á Miðbakkanum, við hátíðlega athöfn

...