Viðtal
Andrea Sigurðardóttir
andrea@mbl.is
Líkt og aðrar þjóðir vilja stjórnvöld á Grænlandi nýta styrkleika sína til að vaxa enn frekar. Í tilviki Grænlands felst styrkleikinn í fjölbreyttum náttúruauðlindum og nýtingu þeirra.
Þetta segir Naaja Nathanielsen, auðlindaráðherra í heimastjórn Grænlands, í samtali við Morgunblaðið. Hún ræddi við blaðið um nýtingu auðlinda á Grænlandi en sem kunnugt er heldur námufyrirtækið Amaroq Minerals, sem stofnað var af Íslendingum, á verðmætum rannsóknarleyfum á Suður-Grænlandi.
Sjaldgæfir málmar eru þó ekki eina auðlindin sem unnið er með á Grænlandi. Í landinu starfa öflug sjávarútvegsfyrirtæki, ferðaþjónusta hefur vaxið á liðnum árum og vatnsaflsvirkjunum hefur fjölgað, svo tekin séu dæmi.
...