Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Eftirvænting lá í lofti þegar fyrstu íslensku fornhandritin voru flutt í gær til varðveislu og sýningar í Eddu – húsi íslenskunnar sem er á Melunum í Reykjavík. Þar verður næstkomandi laugardag, 16. nóvember, sem er dagur íslenskrar tungu, opnuð sýningin Heimur í orðum þar sem fólk getur séð handrit og kynnt sér menningararfinn sem þeim tengist.

...