Sigurinn meiri, staðan í þinginu betri og sókn og vörn auðveldari

Kannanir vestur í Bandaríkjunum varðandi spennandi kosningar þar voru ekki endilega mikið beysnari en sumar kannanir eru iðulega hér og þess vegna kusu menn, bæði hér heima og víðar, að spá mjög varlega um það hvernig úrslitin yrðu líklega þegar endanlega hefði verið talið. En talningarmenn í kosningunum þar ytra hafa ekki endilega úr mjög háum söðli að detta, því þar er enn verið að telja, viku eftir kosningar, en hér á landi klára sómakærir talningarmenn verkið af miklu öryggi, um það bil þegar nóttinni lýkur. En vestra eru menn sem sagt enn að telja (!), þótt vissulega megi viðurkenna að hin endanlegu úrslit séu að mestu komin í hús. Snemma nætur var reyndar víðast orðið bærilega ljóst hvernig þessi mikla barátta hefði farið.

Og meginatriðið, hvor flokkurinn hefði sigrað, var smám saman að koma í ljós. Gefa mátti sér af öryggi að Donald Trump, fyrrverandi forseti (2016-2020), hefði náð

...