Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Ég held að í svona máli eigi menn að flýta sér hægt, vega það og meta og skoða ofan í kjölinn, því þetta er stórt inngrip. Að sjálfsögðu höfum við hagsmuni íbúa að leiðarljósi, það er okkar hlutverk,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður um áform fyrirtækisins Steina Resort ehf. um stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu við austanverðan Holtsós undir Eyjafjöllum sem nýlega var greint frá í blaðinu. Mikil andstaða er meðal íbúa á svæðinu við þessi áform og hefur fjöldi Eyfellinga mótmælt þeim.

Spurður um þau mótmæli segir Anton að til þess sé leikurinn gerður; að fá fram athugasemdir og upplýsingar um hvað brennur á fólki í málinu.

...